Aðgerðir á snertiskjá
Mikilvægt: Forðast skal að rispa snertiskjáinn. Aldrei skal nota penna, blýant eða
aðra oddhvassa hluti á snertiskjánum.
Til að nota notendaviðmótið bankarðu á eða pikkar og heldur snertiskjánum.
Opnaðu forrit eða aðra skjáeiningu
Smelltu á forritið eða eininguna.
Skjótur aðgangur að aðgerðum
Smelltu á hlutinn og haltu honum inni. Sprettivalmynd opnast með valkostum sem
eru í boði.
Dæmi: Til að senda mynd eða eyða vekjara heldurðu myndinni eða vekjaranum inni
og velur viðeigandi valkost á sprettivalmyndinni.
Grunnnotkun
19
Draga atriði
Haltu inni hlut og renndu fingri yfir skjáinn. Hluturinn eltir fingurinn.
Dæmi: Hægt er að draga hluti á heimaskjáinn.
Strjúka
Settu fingur á skjáinn og renndu honum ákveðið í tiltekna átt.
20
Grunnnotkun
Dæmi: Þegar þú skoðar mynd skaltu strjúka til vinstri til að skoða næstu mynd.
Aðdráttur aukinn
Settu tvo fingur á hlut, til dæmis mynd, vefsíðu eða kortamynd, og færðu fingurna í
sundur.
Aðdráttur minnkaður
Settu tvo fingur á hlut og renndu fingrunum saman.
Ábending: Einnig er hægt að auka eða minnka aðdrátt með því að smella tvisvar á
hlutinn.