Nokia 500 - Breyta USB-stillingu

background image

Breyta USB-stillingu
Til að fá sem bestar niðurstöður þegar efni er flutt eða síminn er samstilltur við

tölvuna skaltu virkja viðeigandi USB-stillingu þegar þú notar USB-gagnasnúru.

1 Tengdu símann við tölvuna með samhæfri USB-snúru.
2 Strjúktu niður frá tilkynningasvæðinu í símanum.
3 Veldu

USB-snúra

og úr eftirfarandi.

112 Tengingar

background image

Nokia Ovi Suite — Tengdu símann þinn við samhæfa tölvu sem Nokia Suite hefur

verið sett upp á. Í þessari stillingu geturðu samstillt símann þinn við Nokia Suite og

notað aðra valkosti Nokia Suite.

Þessi stilling virkjast sjálfkrafa þegar Nokia Suite forritið er opnað.

Gagnaflutningur — Tengdu símann þinn við samhæfa tölvu sem Nokia Suite hefur

ekki verið sett upp á. Síminn þinn greinist sem USB flash-minni. Þú getur einnig tengt

símann við önnur tæki, t.d. hljómflutningstæki í bíl eða heimahúsi, sem þú getur tengt

USB-drif við.

Meðan tækið er tengt tölvu á þessari stillingu má vera að þú getir ekki notað sum forrit

símans.

Hitt tækið hefur ekki aðgang að minniskortinu og gagnageymslunni í tækinu þínu.

Efnisflutningur — Tengdu símann þinn við samhæfa tölvu sem Nokia Suite hefur

ekki verið sett upp á. Velja þarf þessa stillingu til að flytja tónlist sem vernduð er með

stafrænum réttindum. Einnig er hægt að nota sum heimakerfi og prentara í þessari

stillingu.

Nettengja tölvu — Tengdu símann þinn við samhæfa tölvu og notaðu hann sem

þráðlaust mótald. Tölvan tengist sjálfkrafa við internetið.